Drög að reglum fyrir World Cup 2017

Góða kvöldið

Hér eru DRÖG og ÓSAMÞYKKTAR reglur fyrir World CUP 2017, við byðjum ykkur að skoða þær og senda á dart@dart.is ef að þið hafið athugasemdir jákvæðar og neikvæðar.

Það er merkt með þykku þær breytingar sem við leggjum um (held ég hafi munað að gera allar þykkar, en lesið þetta vel).

Varðandi röðunarmót viljum við byðja ykkur að skoða þann möguleika að einstaklingur sem kemur inn á röðunarmót komi einnig inn með leggjafjölda inn á mótið, ekki bara hreina sigra. Er það hægt? Gengur það upp stærðfræðilega? Hugsið, skoðið, ræðið og komið svörum og hugmyndum á okkur.

Næsti stjórnarfundur ÍPS er miðvikudaginn 15 júni 2016, og byðjum við ykkur um að vera búin að senda allar athugasemdir fyrir þann tíma svo að hægt sé að ræða þær áður en að reglur verða samþykktar.

Ég hvet ykkur til þess að setjast saman eitt kvöldið í ykkar félagi (helst þegar þið eruð ekki að keppa, eða fyrir keppni), ræða málin og senda á okkur hvernig þið viljið sjá þetta og jafnvel annað innan pílunar á Íslandi.

DRÖGÓSAMÞYKKTARreglurfyrirWC2017