Ef þú tapar leik – þá skrifaru leik áður en þú ferð!

Góðan dag öll sömul

Stigalistar hafa verið uppfærðir.

Það leiðinlega atvik gerðist á suðurlandi á síðasta stigamóti að allir nema 2 KK sem að duttu út úr riðlum fóru án þess að skrifa leik eftir að hafa tapað. Við konurnar þurftum því að gera hlé á okkar leik og skrifa til þess að þetta myndi ganga upp.

Þetta má alls ekki gerast og reglan er sú (líkt og allir vita) að ef þú tapar þá skrifaru leik áður en þú ferð heim. Það er enginn afsökun að hafa ekki tíma, því ef þú hefðir sigrað hefðiru ekki farið heim… er það nokkuð ???

Stjórn ÍPS mun taka þetta upp á næsta fundi og ákveða þá sekt sem að þeir hljóta sem að fara án þess að skrifa leik (tekur gildi 1. október).