Elinborg Björnsdóttir og Þröstur Ingimarsson Íslandsmeistarar í 301

Góðan dag öll sömul

Í gær kepptu 24 karlar og 11 konur um Íslandsmeistaratitilinn í 301 einmenning.

Þröstur Ingimarsson og Elinborg Björnsdóttir báru þar sigur úr bítum.

Þetta er í 3. sinn sem að Þröstur sigrar (2012 og 2013) og Elinborg varði titilinn sinn frá því í fyrra og er því Íslandsmeistari í 301 annað árið í röð.

Innilega til hamingju bæði tvö.

 

Í dag er keppt í tvímenning og eru 15 karlapör og 5 kvennapör skráð til keppnis.

Hamar opnar kl 10, og við byrjum keppni klukkan 11.

 

Sjáumst hress og kát