Íslandsmót pílufélaga

November 10, 2018 11:00 - 23:00
Akureyri, Iceland
Address: Akureyri, Iceland

Íslandsmót píluliða verður haldið hjá Þór, Skarðshlíð, Akureyri 10. nóvember 2018

Húsið opnar kl 9.30 og byrjum við að spila kl 11.00

Skráning í liðamót stendur yfir til 7. nóvember (miðnætti) í síma 8242784 eða á dart@dart.is

Mótið er ætlað sem keppni pílufélaga landsins og getur hvert félag skráð eins mörg lið til leiks og þau óska.

Það er á valdi hvers félags hvernig þau munu hátta uppstillingu liða ef fleiri en eitt lið koma frá félagi.

Reiknað er með að spilað verði í riðlum og síðan útsláttur, en nákvæmara spilafyrirkomulag verður gefið út á mótsdag og ræðst af fjölda liða.

Leikjafyrirkomulag

Hvert lið skal skipað 4 leikmönnum í hverri viðureign.

Hvert lið má hafa eins marga leikmenn og þeir óska á liðsskrá.

Hver viðureign skal vera 8 leikir þar sem spilaðir eru 4 leikir 301 og 4 leikir 501, allir leikir verða spilaðir best af þrem í riðlum ef fleiri en 4 lið eru í riðli, og síðan best af fimm í útslætti, ef lið verða 4 eða færri í riðli skal spilað best af 5.

Árangur verður metinn út frá fjölda sigra (sem getur endað með jafntefli) og síðan hlutfalli sigraðra og tapaðra leikja.

Verði jafnt í útslætti verður framlengt.

 

Fyrirkomulag framlengingar:

Spilaðir verða tveir leikir 1×301 og 1×501, verði enn jafnt verður á ný framlengt um 2 leiki, ef enn er jafnt eftir þær viðureignir verður spilaður einn tvímenningur.

Leikmaður má ekki spila tvisvar sinnum í framlengingu.

 

Þátttökugjald er 2.000kr á mann.

Þátttökurétt hafa allir greiddir félagar í ÍPS..