Undankeppni Íslandsmóts 3/4

When:
nóvember 10, 2019 @ 16:00 – 19:00
2019-11-10T16:00:00+00:00
2019-11-10T19:00:00+00:00
Where:
Píludeild Þórs
Akureyri

Þriðja undankeppnin fyrir Íslandsmótið 2020 verður haldið í aðstöðu Píludeildar Þórs á Akureyri sunnudaginn 10. nóvember 2019

Þetta er þriðja undankeppnin af fjórum. 4 efstu karlar í hverri undankeppni komast beint inn í 32 manna útslátt Íslandsmóts 501 árið 2020 og sleppa við riðlakeppni. Eins komast 2 efstu konur í hverri undankeppni beint inn í 16 manna útslátt.

Spilafyrirkomulag í undankeppninni er beinn útsláttur, best af 9 alla leið hjá konum og körlum. Raðað er í undankeppnina eftir stigalista ÍPS.

Þeir aðilar sem tryggja sér þátttökurétt hafa ekki rétt á að taka þátt í fleiri undankeppnum enda hafa þeir þegar tryggt sér þátttökurétt.

Eftir þessar fjórar undankeppnir verða 16 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki sem sleppa við riðlakeppni og er þeim raðað eftir stigalista ÍPS inn í útsláttinn.