Evrópumót U18 í Svíþjóð

Í fyrsta skipti í sögu pílukasts á Íslandi sendum við U18 landslið stráka til þess að keppa á Evrópumóti ungmenna í pílukasti. Í ár er keppnin í Svíðþjóð og eru 17 stráka og 13 stúlkna lið.

Fyrir Íslands hönd eru það Alex Máni Pétursson, Alexander Þorvaldsson, Aron Freyr Marelsson, Waldi Bjarnason sem keppa og með þeim til halds og traust er landsliðsþjálfari U18 Pétur Rúðrik Guðmundsson og Bjarni Skúli Ketilsson.

Við sendum þeim öll útskotin okkar héðan frá Íslandi og óskum þeim góðs gengis.

Frá vinstri: Waldi, Aron, Alex og Alexander

Hér má horfa á beinar útsendingar:

Hér má skoða dráttinn í heild sinni:

http://www.dartswdf.com/wp-content/uploads/2017/05/ECY2017_All_Round_Robins.pdf

 

Við viljum þakka 

Landsbankanum í Grindavík
TG RAF 
HALPAL  

fyrir að standa við bakið á strákunum
og styðja þá í að komast á þessa keppni.