Félagaskrá – Ertu búin að ganga frá skráningu ?

Góða kvöldið öll sem eitt,

Nú er félagaskrá pílufélaga landsins kominn á netið og má finna hana undir flipanum

ÍPS – Félagatal

Þegar ýtt er á félagatal kemur listinn í stafrófsröð með öllum pílumönnum og pílukonum landsins sem greitt hafa aðildarfélagsgjald, svo er líka hægt að ýta á pílufélögin sér.

ATH að þeir sem að ekki hafa gengið frá aðildafélagagjöldum fá ekki aðgang að mótum á vegum ÍPS, það er á ykkar ábyrgð að ganga frá því og þá gengur ykkar félag frá skráningu til okkar.

Við munum ekki bjóða upp á það að fólk geti skráð sig á staðnum hjá okkur, þetta þarf að fara í gegnum pílufélögin.

Nýr flipi er einnig kominn á heimasíðuna og á honum má finna upplýsingar og skráningar á Íslandsmótið í 501 næstkomandi helgi. Skráningarlistinn er uppfærður einu sinni á dag fram á föstudag. Athugið vel að skráningu lýkur föstudag kl 19.30!