Framundan í pílukasti

Nú er haustið svo smátt búið að gera vart við sig og nóvember byrjar með krafti, munið nú að skella vetrardekkjunum undir og vera með vettlinga í vasa.

Það er stigamót í kvöld hjá báðum landshlutum. Muna að skrá sig og mæta tímanlega.

Dagatal


4. og 5. nóv er landsmót (ekki ÍPS mót), þar eru allir velkomnir, það þarf ekki að vera skráður í pílufélag til þess að taka þátt. Teksti tekinn af FB viðburði mótsins.

Hið árlega Landsmót í pílu verður haldið næstu helgi (4 – 5. nóvember 2016).

Í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar.

Föstudagur:
Spilaður verður tvímenningur á föstudagskvöldinu. (luckydraw) Byrjum að spila kl. 19:30 (Keppnisgjald Kr. 1,500 pr haus)

Laurgardagur:
Spilaður verður einmenningur á laugardeginum. Byrjum að spila kl. 13:00 (Keppnisgjald Kr. 2.000,-)
Keppnisgjald fyrir báða dagana er Kr. 3.000,-

Til að gera þetta ennþá skemmtilegra, þá verða peningaverðlaun á laugardeginum !

Skráning fyrir mótið er í síma 69500595 (Rúnar)

Tilboð á gistingu:
Park Inn Keflavík – Tveggja manna herbergi með morgunmat Kr. 18.900,- pr nótt. Sími: 421-5222
Bed and Breakfast – Keflavík – tveggja manna herbergi með morgunmat Kr. 11.815,- Sími: 426-5000
Hótel Keilir Keflavík – Tveggja manna herbergi með morgunmat Kr. 14.900 pr nótt. EF tekið er herbergi í tvær nætur (föstud. og laugard.) Kr. 13.900,- pr nótt. Sími: 420-9800. 

Matur og ball eftir mótið í húsnæði Pílukastfélags Keflavíkur. Verður þar DJ Gunnar sem heldur uppi stuði frameftir kvöldi.


12. nóvember er Reykjavík Open (ekki ÍPS mót), en eins og nafnið gefur til kynna er þetta Opið mót og það þarf ekki að vera skráður í pílufélag til þess að taka þátt.

Það koma erlendir keppendur á þetta mót. Spennandi…..

nánar á http://www.pila.is


13. nóv er Íslandsmót Pílufélaga – Þetta er ÍPS mót.

Íslandsmót pílufélaga virkar þannig að hvert pílufélag velur í lið sem það sendir á mótið, félögin meiga senda eins mörg lið og þau vilja, og skal hvert lið samanstanda af lámark 4 einstaklingum. Skráning þarf að berst frá pílufélögunum til ÍPS í síðasta lagi fimmtudaginn 10 nóvember.


Við héldum stjórnarfélagafund í október og hér er fundargerð fundarins:

fundargerd_felagafundur_18okt

Dagatal 2017 er nánast tilbúið og búið að fara yfir það á félagsstjórnarfundi. Við birtum það á netinu á næstu dögum.