Fréttir 2. desember 2017

Nú er heimasíðan kominn í lag aftur, við erum með hýsingu hjá 1984,is og þeir urðu fyrir því óláni að allt kerfið þeirra hrundi. Þetta getur gerst í tækniheiminum, og erum við erum þakklát fyrir að allt náði að endurheimtast, nema síðasti póstur okkar um úrslit íslandsmót pílufélaga.

Hér eru því úrslitin:

Íslandsmeistarar pílufélaga urðu Pílufélag Reykjanesbæjar með liðið sitt Phi-ICE sem samanstóð af Garðari, Rudolf, Joseph og Agga.

Í örðu sæti voru PFR Oldboys sem samanstóð af Sigga A, Þorgeiri, Þresti, Guðmundi F og Óla TH.

 

Við minnum líka á að næsta stigamót er á fimmtudaginn 7. desember. 

Bestu kveðjur