Fréttir 31. ágúst 2016

Góðan dag öll sem eitt

September mánuður er sá mánuður þar sem að félöginn vakna á ný eftir sumardvala, það má þó segja að bæði Reykjavík og Reykjanesbær hafa verið ansi iðinn í sumar og er þetta líklega það sumar sem mest hefur verið að gera innan pílunar til þessa.

Við vonum að félöginn fari sem best af stað á þessu tímabili, og minnum félöginn á að skrá til okkar ef að nýjir félagsmenn bætast í hópinn.


Á morgun fimmtudaginn 1. september er stigamót ÍPS bæði á norðurlandi og suðurlandi, á suðurlandi er mótið haldið hjá PFR. Allar upplýsingar um mótin má finna í dagatali ÍPS hér á síðunni.


Fyrr í mánuðinum var viðtal  um pílukast í grunnskólum á Brennslunni með Kjartani Atla og Hjörvari Hafliða, hér má hluta á það:  http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP47826


PR heldur sitt árlega Ljósanæturmót næstkomandi föstudag, hér eru upplýsingar sem að ég tók að fb viðburði þeirra:

“Ljósanæturmótið í pílukasti verður haldið 2.sept. kl 19:30 í pílaðstöðu okkar. Skráning er í síma 660-8172 eða 865-4903 eða á staðnum til kl 19:00. Keppt verður í 501 einmenning í riðlum og svo hreinn útsláttur Glæsileg verðlaun, það verða bæði A og B úrslit. Keppnisgjald er 2000 kr”


Næsta konukvöld verður 7. september þar bjóðum við byrjendur velkomnar og förum yfir helstu atriði pílukast. – og já það má hitta í vegginn og gólfið – ekki vera smeikar. Allir byrja einhverstaðar, og engin er meistari frá byrjun.

Konukvöld ÍPS verða einu sinni í mánuði frá og með ágúst. Allt of fáar konur eru að stunda pílukast, og langar okkur að auka þátttöku kvenna í þessari íþrótt.

Konukvöldin eru lokuð kvöld og eru þau einungis opinn fyrir konur sem eru nýbyrjaðar, eða vilja byrja aftur eftir margra ára hlé. Kvöldið er ekki opið þeim konum sem að stunda pílukast reglulega í dag.

Það eru lánspílur á staðnum.

Þau verða frá 20-21, það má vera lengur en skipulögð dagskrá er í klukkutíma.

Á þessum kvöldum mun Ingibjörg Magnúsdóttir forseti ÍPS, kynna pílukast og fara yfir helstu þætti og reglur.

Það er hægt að skrá sig í síma 7704642 eða á netfangið dart@dart.is, það er ekki nauðsynlegt að skrá sig, en gott er að fá ca. fjöldan.#ÁframPílukast