Fréttir frá Tyrklandi

Evrópumót unglinga í Tyrklandi er hafið. Þó að úrslitin segja ekki til um það, þá gekk þeim ágætlega. Alex Máni og Erlendur töpuðu sínum leikjum í riðlinum naumlega og Alexander og nýji liðsmaður okkar (Zerdar) töpuðu tveimur og unnu einn leik á móti Wales.

Við urðum fyrir blóðtöku á leiðinni hingað en einn (Patrekur) úr liðinu fékk ekki að fara inn í Tyrkland vegna þess að vegabréfið hans rann út í ágúst sem var víst ekki í lagi og því óskuðum við eftir að fá að spila með þrjá leikmenn í stað fjóra. Það er góður íþróttandi yfir öllum hérna og ákveðið var að við fengjum lánaðan heimamann sem mundi spila með okkur.

Við hefðum óskað þess að til þess hefði ekki komið og sendum honum Patreki góðar kveðjur héðan úr Tyrklandi.

Framundan er síðan einmenningur sem byrjar á staðartíma kl: 16:00 (13:00 íslenskur tími).