Gleðilegt nýtt ár

Góðan og blessaðan daginn og gleðilegt nýtt ár.

Við þökkum fyrir árið var að líða og hlökkum til allra þá viðburða sem að nýja árið hefur að bjóða.

Við vekjum athygli á að stigamót suðurlands fyrstu 3 mánuði ársins verða á sunnudögum kl 13.00 (eftir það verður skoðað hvort að þetta fyrirkomulag gangi upp eða hvort að við færum okkur aftur yfir á virkan dag)

Íslandsmót Öldunga fer fram 14. janúar hjá PFR

Íslandsmót í 301 fer fram 11 og 12 febrúar hjá PR

Íslandsmót í 501 fer fram 11 og 12 mars hjá ÞÓR

Við vekjum athygli á að skráningar á Íslandsmót þurfa að berast 3 dögum fyrir mót og dregið er í síðasta lagi 1 degi fyrir mót, það mun því ekki verða hægt að skrá sig eftir að fresti líkur. Þetta er liður í því að gera mótin okkar skipulagðari og svo að hægt sé að tímasetja mótin betur.

Við erum að vinna í því að setja upp ræfrænt skráningarform, en á meðan það er í vinnslu þá fara skráningar fram með SMS í síma 7704642 eða á dart@dart.is

Bestu kveðjur