Halló heimur, hér er ég :D

Íslenska pílukastsambandið er á fullum krafti að koma sér yfir í nútíman, heimasíðan okkar var gömul og lúin og löngu tímabært að ný síða fengi að sjá dagsins ljós.

Þessi síða hefur marga kosti einn er að núna geta fleiri aðilar skrifað greinar, og fréttir og þar með er hægt að dreifa álaginu í framtíðinni. Hún er gerð í WordPress og það þarf ekki HTML kunnáttu til þess að vinna í henni, heldur geta allir lært á þessa tegund af heimasíðugerð.

Pílufélögin hafa sér flipa hér inná og getum við á þann hátt stuðlað að auðveldari aðgengi fyrir nýja félaga að finna sitt félag á skjótan og auðveldan hátt.

Ungmenni hafa einnig sér flipa, þar sem að það er okkar ósk að koma af stað ungmannahreyfingu og að það verði sent landslið á Evrópumót ungmanna árið 2017.

Sér flipi fyrir fróðleik, og vísanir í myndbönd sem að eru á ensku, í framtíðinni koma síðan myndbönd á íslensku.

Endilega skoðið, ef að þið eigið myndir, myndbönd eða annað efni sem að þið teljið eiga heima á þessari heimasíðu, endilega sendið það á dart@dart.is

Kær kveðja

Fröken Forseti

dart.islogo