Konukvöld ÍPS

Konukvöld ÍPS verða einu sinni í mánuði frá og með ágúst. Allt of fáar konur eru að stunda pílukast, og langar okkur að auka þátttöku kvenna í þessari íþrótt.

Konukvöldin eru lokuð kvöld og eru þau einungis opinn fyrir konur sem eru nýbyrjaðar, eða vilja byrja aftur eftir margra ára hlé. Kvöldið er ekki opið þeim konum sem að stunda pílukast reglulega í dag.

Það eru lánspílur á staðnum.

Þau verða frá 20-21, það má vera lengur en skipulögð dagskrá er í klukkutíma.

Á þessum kvöldum mun Ingibjörg Magnúsdóttir forseti ÍPS, kynna pílukast og fara yfir helstu þætti og reglur.

Það er hægt að skrá sig í síma 7704642 eða á netfangið dart@dart.is, það er ekki nauðsinlegt að skrá sig, en gott er að fá ca. fjöldan.

Fyrsta konukvöldið verður í Pílufélagi PFR að Tangarhöfða 2, Reykjavík, þann 10 ágúst 2016