Landslið Íslands á Norðurlandamóti 2016

Góðan dag

Íslenska landsliðið heldur til Noregs 11. – 15. maí til að keppa á Nordic Cup 2016, þar mun landsliðið keppa við Danmörk, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Keppt er kynjaskipt í 501 bæði í einstaklingskeppni, tvímenningi og liðakeppni.

Eftirfarandi aðilar skipa landslið Íslands í Pílukasti á þessu móti:

Karlar:

Hallgrímur Egilsson

Vitor Charrua

Þorgeir Guðmundsson

Þröstur Ingimarsson

Bjarni Sigurðsson

Pétur Rúðrik Guðmundsson

Guðmundur Valur Sigurðsson

Ægir Björnsson

 

Konur

Elinborg Björnsdóttir

Ingibjörg Magnúsdóttir

Ólafía Guðmundsdóttir

Jóhanna Bergsdóttir

Eins og glöggir félagsmenn sjá varð Hinrik Þórðarson að afþakka sætið sitt, þetta kom upp rétt fyrir páska. Landsliðsþjálfari karla Vignir Sigurðsson og stjórn ÍPS ákváðu að nýta sér ákvæðið:

“Ef sérstakar ástæður þykja gefa tilefni til frávika frá reglunum áskilur stjórn ÍPS (í samráði við landsliðsþjálfara) sér rétt til þess að velja einn keppanda í landslið eða einn keppanda til þátttöku á röðunarmóti (af hvoru kyni). Skal slíkri ákvörðun fylgja vandaður rökstuðningur og hann skal birtur tímanlega.”

Ægir Björnsson er einn af sigursælustu pílukastspilurum landsins. Hann er margfaldur Íslands- og Reykjavíkurmeistari og hefur alls orðið 20 sinnum Íslandsmeistari í öllum greinum, þar af þrisvar sinnum Íslandsmeistari í einmenningi 501. Ægir hefur búið í Englandi sl 3 ár og keppir í pílukasti með liði sínu Sussex Darts.  Hann hefur mikla reynslu sem landsliðsmaður og hefur tekið þátt í EM, HM og NM fyrir hönd Íslands margoft. NM í Noregi 2016 verður hans 9. Norðurlandamót í röð, allt frá árinu 2000.

Við óskum þessum einstaklingum til hamingju, og velfarnaðar á þessu mikilvæga móti.