Landsliðsfréttir dagur 2 og 3

Í gær var keppt í tvímenningi kvenna og einmenningi karla, Petrea Kr. og Ingibjörg kepptu saman og drógust á móti tveimur sterkum frökkum, þær töpuðu leik 4-0, Ólafía og Guðrún kepptu við tvær frá Jersey og hefði sá leikur átt að falla Íslands megin, í oddaleik þar sem að bæði pörin áttu tvöfaldan 1 eftir, voru bæði pör í vandræðum en Jersey nær að taka hann út á undan og tapast leikur því 4-3.

Karlarnir kepptu í einmenning þar sem að Vitor Charrua byrjaði leik kl 10.00 Live á sviðinu, hann er kominn 3-0 undir þegar hann nær sér á strik og nær að jafna í 3-3 en tapar odda leik naumlega þrátt fyrir flott 180 í þeim leik. Hallgrímur tapar 4-0 en það endurspeglar ekki leikinn, hann átti góð tækifæri en var gríðarlega óheppinn, hann var í hælunum á mótherjanum honum Chris Landman frá Hollandi, en pílurnar duttu ekki Halla megin. Þorgeir Guðmundsson átti þrusu góðan leik á móti sterkum Poul Kelly frá Isle of Man, en hann tapast 4-2. Loksins datt einhvað Íslandsmeginn og sigrar Pétur sinn leik 4-2 á móti spánverjanum Jose Padilla, í næsta leik fær hann risan Martijn Kleermaker frá Hollandi, ótrúlega flottur leikur, með há stig í hverju kasti, en Martijn tekur út strax með fyrstu pílu í öllum leggjum og tapar Pétur 4-0

Í dag kepptu karlarnir síðan í tvímenning og konurnar í einmenning, Allar konur tapa sínum leikjum en Guðrún slóg met og bætti Evrópumet í lengst spilaði píluleikur í sögu Evrópumótsins um heilar 7 mín.

 

Karla pörin tvö sigra sinn fyrsta leik, Vitor og Halli fá síðan Ross Magomery og Allan Shoutar í næsta leik, og Þorgeir og Pétur fá Scott Michell og Day í sínum. Báðir leikir tapast 4-0, virkilega mikil óheppni hjá báðum pörum með að í raun fá pörin sem vanalega keppa til úrslita strax í 32 manna.

Kveðja frá Ungverjalandi