Landsliðsfréttir

Góðan dag

Landslið Íslands í pílukasti er komið til Búdapest í Ungverjalandi,

Í gær var haldinn aðalfundur WDF, liðstjórafundur og síðan var setningu mótsins.

Hér á aðalfundi WDF voru allir sammála um það að mikill vinna er framundan, verið er að reyna að koma pílukasti nær því að verða ólympíu sport og lagði Þýskaland meðal annars til að það ætti að ýta á að pílukast yrði partur af Heimsleikunum sem er fyrir íþróttir sem ekki eru olympíu greinar. Stjórn WDF svaraði því með því að þetta er í vinnslu, en tekur tíma.

Lagt var til að yrði settur saman hópur, sem myndi bæta upplýsingaflæði og reglugerðir um það hvað er ætlast til af löndum sem að sækja um að halda stórmót í sínu landi.

BDO var líka á staðnum og héldu þeir stutta kynningu á nýrri stjórn og sögðu frá að á næstunni verði allt endurskoðað hjá þeim og gegnsæi verði betri.

Tailand og Chinese Tapai sóttu um aðild af WDF og voru þau samþykkt.

Rúmenía heldur heimsmeistaramótið árið 2019.
Danmörk er með HM 2021 og verður það í Esbjerg

Spánn og Tyrkland ósttust eftir EM 2020 og var það Spánn sem að fékk það.

Enginn sótti eftir því að halda Evrópumót U18 árið 2019, Ungverjaland sótti um að halda U18 2020, og Ísland og Austuríki eru í vinnu við að gera tilboð fyrir 2021 og munu sýna niðurstöður á næsta aðalfundi.

Fundargerð aðalfundar verður tiltæk á vefsíðu WDF þegar hún er fullunninn.

Í dag er keppt í líiðakeppni og eru leikir svohljóðandi:

Karlarnir: Þorgeir Guðmundsson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Hallgrímur Egilsson og Vitor Charrua  eru í riðli með Eistlandi, Danmörk, Austuríki og Belgíu

Þeir keppa kl 10.00 við Eistland, 11.30 við Danmörk, 13.30 við Belgíu  og 16.30 við Austuríki

Konurnar; Petrea Kr. Friðriksdóttir, Ólafía Guðmundsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir eru í riðli með Serbíu, Bulgaríu, Írlandi og Danmörk

Þær keppa við kl 10.00 við Serbíu, 11.30 við Bulgaríu, 15.00 við Danmörk og 16.30 við Írland.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu WDF www.dartswdf.is

Youtube linkur mótsins: https://m.youtube.com/channel/UCNAZ1FY17HkTMBVN_TA5vbQ

Kveðja frá Ungverjalandi