Lengjudeildin

ÍPS kynnir með stolti í samvinnu við Íslenskar Getraunir Lengjudeildina 2019.

8 bestu pílukastarar landsins spila í deild þeirra bestu og 4 efstu eftir 7 umferðir komast á lokakvöldið þar sem spilað er um titilinn Lengjudeildarmeistari.

Verðlaunafé:

1.sæti: 150.000kr
2.sæti: 75.000kr
3.sæti: 50.000kr
4.sæti: 25.000kr

Hvernig eru 8 bestu valdir?

4 efstu á stigalista Lengjubikarsins vinna sér þátttökurétt, 2 efstu á Lengjan Open 2019 vinna sér einnig rétt. Íslenska Pílukastsambandið velur síðan 2 wildcard til þátttöku.

Allir leikir eru best af 11 leggjum. 4 leikir eru spilaðir á hverju miðvikudagskvöldi frá 23. okt – 4. des. 2019. 4 efstu eftir þessar 7 umferðir vinna sér rétt að spila á lokakvöldinu þann 8. janúar 2020 þar sem úrvalsdeildarmeistarinn verður krýndur.