Meistari Meistaranna

Keppnin mun fara fram laugardaginn 24. mars hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar og undanúrslit og úrslit karla og úrslit kvenna fara fram sunnudaginn 25. mars í Egilshöll.

Fyrirkomulag keppninnar

 

Hjá körlum skiptast keppendur niður í átta 3 manna riðla í 501 og komast 2 efstu spilararnir í hverjum riðli áfram í 16 manna beinan útslátt. Hjá körlum er spilað best af 7 í riðlakeppni, best af 11 í útslætti í hverjum leik fram að úrslitum. Í úrslitum er spilað best af 13.

Hjá konum verður einn 5 konu riðill og einn 4 konu riðill og 4 efstu í hvorum riðli fara í útslátt. Spilað er best af 5 í riðlakeppni og best af 7 fram að úrslitum. Í úrslitum er spilað best af 9.

Efstu karlmönnum hvers félags verður raðað. Aðrir leikmenn verða dregnir blint inn í riðla.

 

Keppnin hefst kl 13.00 þann 24. mars 2018.

Keppnin verður tvískipt. Laugardaginn 24. mars fer riðlakeppnin fram í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar og hefst keppnin kl. 13. Sunnudaginn 25. mars verða undanúrslitaleikirnir fram og  beinu framhaldi úrslit karla og úrslit kvenna í Egilshöll og hefst keppnin kl. 16. RÚV mun sjá um upptökur af þessum leikjum og verða með allt að 6 myndavélar til að gera keppninni sem allra best skil. Leikirnir verða síðan sýndir á RÚV á Meistaradeginum.

 

Tilboð verða á veitingum á Shake and pizza og einnig happadrætti með glæsilegum verðlaunum. Viljum við fá sem flesta til að mæta á staðinn og skapa þannig frábæra stemmningu eins og tíðkast á sambærilega keppnum erlendis.

 

Lokafrestur fyrir aðildarfélög ÍPS til að senda þátttakendalista síns félags er til miðnættis 20. mars. Útdráttur í riðla fer fram í Pílusetrinu Tangarhöfða 2, 22. mars.

 

Eftirfarandi aðildarfélög ÍPS hafa rétt á að senda keppendur:

PFR – Pílukastfélag Reykjavíkur – 8 karlar, 4 konur

PR – Pílufélag Reykjanesbæjar – 6 karlar, 2 konur

PG – Pílufélag Grindavíkur – 4 karlar

Þór Akureyri – 6 karlar, 2 konur

Siglufjörður – 1 kona

 

Virðingarfyllst

Stjórn Í.P.S