Meistari Meistaranna – aðstoð óskast

Úrslitaleikir Meistari Meistaranna mótsins verða í laugardalshöll þann 26. mars 2017.
ÍPS kynnir nýtt mót, sem við vonumst til að verði að árlegum viðburði. Aðildarfélög að ÍPS velja sterkustu spilarana sýna til keppnis við þá sterkustu hjá öðrum félögum.
RÚV mun sjá um upptökur af þessum leikjum og mun verða með allt að 6 myndavélar til að gera þessu sem allra best skil. Leikirnir verða síðan sýndir hjá RÚV á Meistaradeginum þ. 8. apríl.

Nú þurfum við að mæta sem flest til þess að fylla salinn, við þurfum 54 manns og því betri mæting því meiri líkur eru á að þetta verður árlegur viðburður.
Bjóðið vinum, vinkonum, ömmu, afa, frænkum, frændum, mömmu, pabba allir eru velkomnir.

Gengið er inn að framanverðu og þar er aðilli sem vísar ykkur leiðinna inn í salinn.

Fjörið byrjar kl 18.00
Hlökkum til að sjá ykkur.

Hér má skoða upplýsingar um mótið sem að félögin hafa fengið sent

Meistari Meistaranna

 

Við óskum eftir skrifurum frá kl 15.00 upp í PFR, aðstoð við uppsetningu í laugardalshöll frá kl 12.00, og aðstoð við ýmis verk í laugardalshöll um kvöldið. Ef þú hefur tíma til aflögu endilega heyrið í Ingibjörgu í síma 7704642.

Það eru allir velkomnir að horfa á og það má deila og bjóða að vild.

Hér er FB viðburðurinn: Facebook Viðburður