Meistari Meistaranna

Góðan dag

Okkur vantar fullt af fólki í salinn á sunnudaginn frá kl 18.00 – endilega bjóðið maka, fjölskyldu og vinum með.

Við byrjum að spila kl 15.00 á Tangarhöfða 2 og má skoða leikina hér fyrir neðan.

Vinsamlegast athugið að leikir eru tímasettir, ef að keppandi er ekki mættur á línu á tilsettum tíma þá telst sá leikur tapaður.

Við minnum keppendur á að vera í sviðskeppnisfatnaði, sem að þýðir engar gallabuxsur eða buxur úr efni sem að líkist galla efni, né flauelsefni. Íþróttaskór eru ekki leyfðir. Treyjur skulu vera með kraga.

Keppendur á sviði fá Winmau límmiða sem fer á treyjuna.

Hér má sjá uppsetningu leikja:

ÍPS-Meistari Meistaranna – tímasetningar