Niðurstaða “neyðarfundar”

“Neyðarfundur” var haldinn vegna stöðunar á röðunarmóti sem átti að halda 28. maí næstkomandi. Sökum þess að enginn kemst að norðan var niðurstaðan sú að efstu 4 karlar á suðurlista fá boð um landsliðssæti á Evrópumóti 2016. Það munu vera Hallgrímur Egilsson, Þorgeir Guðmundsson, Vitor Charrua og Þröstur Ingimarsson.

Kvenna meiginn er þetta ögn erviðara þar sem að norðankonur komust ekki og 2 konur að sunnan ekki heldur. Eingunis tvær konur höfðu sagt já við að mæta á röðunarmótið og fá þær því sæti í landsliðinu á Evrópumóti 2016.

Þær eru Elinborg Steinunnardóttir, og Ingibjörg Magnúsdóttir.

Stjórn ÍPS mun setja saman óháðanefnd sem að velur hinar 2 konurnar úr þeim hópi sem að höfðu rétt á þátttöku á röðunarmótinu.

Varðandi reglur fyrir HM2017, var ákveðið að halda sama fyrirkomulagi og ekki bæta við stigalista í Reykjanesbæ og að 10 mót telja. Við teljum frá júni 2016 til maí 2017 að íslandsmóti meðtöldu og eru því möguleg mót til stigasöfnunar 13.

Fyrsta mót sem telur er því næsta fimmtudag 2. júni, og er suðurmótið í Reykjavík og norðurmótið í þórsstúkunni (www.thorsport.is)

ATH! Þetta á eftir að vera samþykkt á stjórnarfundi ÍPS. Verður sá fundur í næstu viku og þá verða boð send út á þá einstaklinga sem að um ræðir.