Orð frá forseta

Ákveðið var að halda Winmau Iceland Open á Selfoss Hotel, dagana 12-13 mars 2016.

Stjórn ÍPS skoðaði nokkrar mögulegar staðsetningar, og við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir afhverju Selfoss varð fyrir valinu.

Mig langar að fara yfir með ykkur hvað við erum að hugsa og af hverju þessi staðsetning varð fyrir valinu.

Í ár (2015) var haldið fyrsta Winmau Iceland Open og var það haldið í Pílusetrinu hjá PFR, við sprengdum salinn, það var því strax ljóst að við myndum þurfa meira pláss.

Þegar við skoðuðum mögulegar staðsetningar litum við til Reykjanesbæjar, Reyjavíkur og á Selfoss, við ákváðum að fara ekki lengra þar sem að flest alþjóðlegt flug lendir í Keflavík og við viljum gera aðkomu sem einfaldasta fyrir erlenda spilara.

Við litum á sali, hótel, verð og gæði, þar bar Selfoss Hotel af, vegna þess að salur og hótel eru í sama rými – það getur verið kalt á þessum árstíma á Íslandi og við þurfum að passa upp á að þetta verði sem ánægulegust upplifun fyrir alla. Við skoðuðum verð og aðstoð frá salarleigjendum, og þar bar Hótel Selfoss af þar sem þeir eru til í að standa að þessu með okkur, þeir vilja gera allt í sínu valdi til þess að aðstoða okkur til þess að byggja upp þetta mót og gera það stærra, og betra og það skiptir miklu máli að staðarhaldarar séu áhugasamir á að veita liðsinni.

Við í stjórn ÍPS erum þess fullviss eftir að hafa skoðað nokkra mögulega keppnisstaði hafi Hótel Selfoss uppá mestu mögulegu gæði að bjóða fyrir mót af þessari stærðargráðu.

Það er mín áætlun sem forseti sambandsins að byggja upp pílukast á Íslandi, og gera mitt allra besta til þess að koma okkur betur á kortið bæði hérlendis sem og erlendis.

Við í stjórn ÍPS ætlum okkur að byggja upp pílukast hérlendis, hjálpa okkar spilurum erlendis og fá erlenda spilara til Íslands að keppa í meira mæli heldur en þekkst hefur.

Þetta þarfnast mikils undirbúnings, og mikilar vinnu og fjárhaginn þarf að bæta til að auðvelda þessa vinnu, það getum við ekki gert án ykkar, sjálfboðaliða og spilara innan félaga landsins.

 

Bestu kveðjur frá Tyrklandi,

Fröken Forseti.

 

Ps. Ég er ennþá að læra á það hvernig ég minnka þessar blessuðu myndir, alveg óþarfi að þær séu svona risastórar efst í öllum færslum….. 😉