Stigamót & Sjóarinn síkáti

Næsta fimmtudag, 2. júni er Stigamót á norðurlandi og suðurlandi. Upplýsingar hér: Stigamót Norðurland                     Stigamót Suðurland                   Sama dag er Sjórarinn síkáti í Grindavík Auglýsing hér :

Niðurstaða “neyðarfundar”

“Neyðarfundur” var haldinn vegna stöðunar á röðunarmóti sem átti að halda 28. maí næstkomandi. Sökum þess að enginn kemst að norðan var niðurstaðan sú að efstu 4 karlar á suðurlista fá boð um landsliðssæti á Evrópumóti 2016. Það munu vera Hallgrímur Egilsson, Þorgeir Guðmundsson, Vitor Charrua og Þröstur Ingimarsson. Kvenna

Íslenska karla landsliðið vann Brons á Norðurlandamótinu

Hallgrímur Egilsson, Þröstur Ingimarsson, Þorgeir Guðmundsson og Ægir Björnsson unnu brons í dag í liðakeppni karla. Þetta er í fyrsta sinn sem að Ísland nær þessum gríðarlega flotta árangri. Vel gert strákar og til hamingju með medalíuna! #ÁFRAMÍSLANDFrá vinstri: Hallgrímur Egilsson, Þorgeir Guðmundsson, Vignir Sigurðsson (þjálfari), Ægir Björnsson og Þröstur Ingimarsson.

Norðurlandamót

Landslið Íslands er núna statt í Sundvollen, Noregi á Norðulandamóti í pílukasti. Í dag er keppt í liðakeppni, og er hægt að fylgjast með gangi mála á http://www.dartswdf.com eða hér http://dartsforwindows.com #ÁFRAMÍSLAND !!!!!