Pétur sigrar Euro Manager Cup

Pétur Rúðrik Guðmundsson sigraði Euro Manager Cup sem haldin var fyrir þjáfara U18 í Svíþjóð samhliða Evrópumóti U18.

Í undanúrslitun sigraði Pétur sigurvegara síðasta árs frá Írlandi og í úrslitum sigraði hann Cristian Sørensen frá Danmörk.

 

Frá Pétri R. Guðmundssyni – landslipsþjálfari U18

Þetta er kannski ekki bikarinn sem við ætluðum okkur að koma með heim en bikar er bikar. 🙂 Ísland vann Euro Manager cup 2017. Ég trúi að í framtíðinni munum unglingar Íslands keppa um þá bikara sem eru í boði á Eurocup.

Það var gaman að sjá okkur í samanburði við þá bestu í Evrópu. Eftir 3-5 ár, þá tel ég okkur geta verið á svipuðum stað og þau bestu. Til þess þarf auðvita að setja af stað öflugt unglingastarf og ég veit að stjórnin er jákvæð fyrir því.

 

Það þarf einnig öflugt net af sjálfboðaliðum sem eru tilbúin að fórna tíma í að aðstoða og ég veit að við munum öll leggjast á eitt til að þetta geti orðið að veruleika. Ég veit líka að ég ótrúlega bjartsýnn að eðlisfar og er mögulega að setja eitthvað í loftið sem virkar óraunhæft. Ég trúi engu að síður að þegar við trúum á eitthvað, þá sé betra að setja það í loftið og leyfa því að gerjast. Ég hef ýmsar hugmyndir um framtíðina tengt unglingapílu og mun fljótlega senda á bæði ÍPS sem og félögin sem eru starfandi og reyna að móta stefnu og markmið tengt því.

 

Ef einhver hefur áhuga á að taka þátt í að byggja upp unglingapílu, þá endirlega hafið samband.

 

Áfram Ísland

 

Til hamingju Pétur og unglingarnir okkar sem stóðu sig með prýði á fyrsta U18 móti sem Ísland tekur þátt í.