Pílufélag Reykjanesbæjar með tvímenningsmótaröð í sumar

Frá Pílufélagi Reykjanesbæjar:

TVÍMENNINGUR PR

Föstudaginn 3. júní ætlum við í pílufélagi Reykjanesbæjar að byrja á tvímennings mótaröð.

Mótið verður í ca 10 vikur eða eftir þáttöku. Allir við alla a.m.k einu sinni. Nánari útfærsla þegar þátttaka verður ljós.

Komist þú ekki eða makkerinn þinn eitthvert kvöldið þá getið þið haft samband við þá sem þið eigið að spila við það kvöld og frestað leiknum eða spilað fyrr.
Hægt verður að sjá allt fyrirkomulagið um leið og mótaröðin hefst þann 3. júní svo það ætti ekki að vera mikið mál að klára þetta alveg sama hvað þú ert búinn að plana mikið í sumar.

1. verðlaun
gjafabréf hjá icelandair að upphæð 40.000

Mjög vegleg verlaun fyrir annað og þriðja sæti, fer allt eftir þáttöku.

Þegar mótaröðin er búin verður dreginn út MJÖG VEGLEGUR vinningur uppá Tugir þúsunda svo það er engin afsökun að mæta ekki, allir eiga séns á frábærum vinningum.

Mótsgjald er 1.000 kr á par fyrir hvert kvöld.

Skrá sig þarf í síðasta lagi þriðjudaginn 30. mai á netfangið pilufelagpr@gmail.com eða í síma 8217518 með nafni beggja spilara netfangi og símanúmeri.

Næsta föstudag þann 26. mai ætlum við að hafa opið hús, spila eitthvað skemmtilegt og þá gefst mönnum líka tækifæri á að skrá sig og æfa sig í tvímenningi.

Spilafyrirkomulag fer eftir þáttöku

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR

–ATH–

Þetta er ekki mót á vegum Í.P.S, vinsamlegast hafið samband við PR ef spurningar eru.