Pílukast – Áhugasamir og metnaðarfullir pílukastarar

Pílukast – Áhugasamir og metnaðarfullir pílukastarar 

PFR í samstarfi við ÍPS ætla að bjóða upp á æfingar síðsta þriðjudag í hverjum mánuði. Þá býðst pílukösturum að koma í pílusetrið og fá leiðbeiningu í grunnatriðum pílukasts. Farið verður yfir helstu grunnþætti og það sem skiptir máli til að vaxa og verða betri pílukastari. Þessar æfingar eru tilvalin fyrir þá sem hafa áhuga á því að kynnast pílukasti sem og þau sem vilja læra grunnatriðin betur og efla sig sem pílukastara.

Farið verður í stutt og skemmtilegt æfingaprógramm á staðnum fyrir þá sem það vilja. Æfingaprógrammið inniheldur marga pílukastleiki sem hægt er að nýta til þess að efla getu pílukastarans í helstu þáttum pílukasts.

Æfingar hefjast 28. mars og eru í framhaldi síðsta þriðjudag í hverjum mánuði í pilusetrinu á Tangarhöfða 2 og hefjast klukkan 18:00 og er lokið 19:30.

Leiðbeinandi er Pétur Rúðrik Guðmundsson landsliðsþjálfari U-18 og landsliðsmaður í pílukasti.

 

Allir velkomnir

Með vinsemd og virðingu
PFR og ÍPS