Sjö Íslendingar fara á Winmau World Masters

Winmau World Masters og Lakeside World Pro Qualifiers verður haldið í Bridlington Spa 25 – 28 september. Þetta er eitt stærsta mót á vegum BDO þar sem færustu pílukastarar frá öllum heiminum keppa.

4 karlar og 3 konur frá Íslandi hafa ákveðið að nýta keppnisrétt sinn á þessu móti og eru það:

Hallgrímur Egilsson

Pétur Rúðrik Guðmundsson

Vitor M.G Charrua

Þröstur Ingimarsson

Elínborg Steinunnardóttir

Ingibjörg Magnúsdóttir

Jóhanna Bergsdóttir

 

Við óskum þeim góðs gengis á þessu flotta móti.

Nánari upplýsingar og listi yfir keppendur má finna á www.bdodarts.com