Skráningar í 301 og upplýsingar

Góðan daginn

Nú fer að nálgast síðasti skráningarfrestur. Það er hægt að skrá sig til miðnættis í nótt miðvikudaginn 8. febrúar 2017.

Hér eru þær skráningar í einmenning sem að við höfum móttekið, vinsamlegast skoðið og tryggið að ykkar nafn sé á listanum.

Skráingar á Íslandsmót 301 – 2017

Stjórn Í.P.S ákvað í byrjun árs að hafa medalíur og peningaverðlaun á Íslandsmótum árið 2017, ásamt farandsbikar. Þetta er liður í því að að skila meira til hins almenna félagsmanns.

Í gegnum árin hefur það verið áberandi að flest sem að Í.P.S hefur eytt pening í snýr fyrst og fremst að landsliðinu, sem var það sem hægt var að gera þá með þann fjölda sem var að keppa, en þá voru ekki jafn margir spilarar og eru nú. Með aukinni aðsókn að pílukasti þá viljum bæta áheyrslu okkar á hin almenna félagsmann sem að hefur kanski engan áhuga á að komast í landsliðið en vill verða bestur á Íslandi.

Þeir sem að sigra og vilja frekar fá bikar þá er ekkert mál að kaupa bikar fyrir peningaverðlaunin, við getum gert það fyrir þann sem vill það, en þá fær hann/hún ekki afhent peningaverðlaunin.

Við vonum að með þessum breytingum og breytum áheyrslum að fleiri mæti á mót til okkar, og að við þá í framtíðinni getum hækkað peningaverðlaunaupphæðinna.

Hér má skoða upphæðirnar þetta gildir bara í einmennig, þetta eru engar rosa upphæðir, en þetta er byrjun:

Bestu kveðjur og hlakka til að sjá ykkur um helgina.

Ingibjörg