Stigalistar uppfærðir

Stigalistar suður og norður hafa verið uppfærðir, við biðjumst velvirðingar á þessari töf.

Nýtt hjá okkur núna er að eldri stigalistar haldast á síðunni, þetta gerir það að verkum að hægt er að skoða aftur í tíman. Við erum öll mannleg og innsláttarvillur gerast, þetta gerir það að verkum að félagsmaðurinn geti fylgst betur með, og bent okkur á ef að um villu er að ræða.

Dagatalið er einnig komið inn í nýja forminu, við erum byrjuð að vinna dagatal 2016.

Ef að þitt félag er með viðburð á næsta ári byðjum við ykkur að senda póst með upplýsingum um mótið á dart@dart.is.