Stigamótum 5-8 frestað

ÍPS hefur ákveðið að fresta stigamótum 5-8 sem halda átti aðra helgina í júlí. Stigamót 5-8 verða því spiluð aðra helgina í ágúst en dagsetning fyrir stigamót 9-12 verður gefin út síðar.

Stigamót 5-8 verða því seinustu mótin sem telja í Úrvalsdeildina 2020 sem hefst í lok ágúst. Úrvalsdeildin mun skipa eftirfarandi spilurum:

  • 6 efstu karlar á stigalista ÍPS (mót spiluð árið 2020)
  • Efsta konan á stigalista ÍPS (mót spiluð árið 2020)
  • Íslandsmeistari karla 2020 – Matthías Örn
  • Íslandsmeistari kvenna 2020 – María Jóhannesdóttir
  • 2 efstu í Lengjan Open 2020
  • 1 wildcard valið af ÍPS. Ef sami spilarinn er í einhverju af þessum sætum þá bætist við wildcard

Stigalista ÍPS má sjá hér:

Stigalisti ÍPS