Styrktarmót fyrir för landsliðsins á Norðurlandamótið

Þann 28 apríl næstkomandi verður haldið styrktarmót fyrir för landsliðsins á Norðurlandamótið sem fer fram í Finnlandi í maí.

Pílukastfélag Reykjavíkur hefur lánað húsnæði sitt að Tangarhöfða 2 undir mótið. Húsið opnar kl 12, skráning til kl 13.30 á laugardag með sms í síma 771-7382 eða á staðnum. Byrjað verður að spila kl 14.

Keppt verður í 501 einmenningi.

Mótið er opið öllum sem hafa áhuga á pílukasti hvort sem um er að ræða félagsmenn eða bílskúrskastara.

Keppnisgjald er kr. 1500 og eru veglegir vinningar í boði Shake N Pizza, K.Karlsson, MS, Landsliðstreyja, píluspjald frá Winmau og margt fleira. Dregið verður einnig í happadrætti og fá þeir sem tóku einnig þátt í fyrra móti tvo miða í því.

Glæsileg tilboð á veigum.