Styrktarmót fyrir HM 2015

Góðan dag

Nú er landsliðið og þeirra fylgdarmenn og konur farin á fullt að halda styrktarmót fyrir HM 2015.

Það verða bæði sameiginleg mót og svo halda einstaklingarnir mót sjálf líka.

Við skulum vera dugleg að styðja við bakið á þeim og mæta á viðburðina.

Reglulegir viðburðir verða fram að HM 2015.

Það eru ALLIR velkomnir – líka þeir/þær sem aldrei áður hafa pílum augum litið.

Reykjavík

Opna kaldamótið

Opna kaldamótið í pílu fer fram föstudaginn 17. júlí. Húsið opnar kl. 19:00. Leikar hefjast kl. 20:00. Skráningu lýkur kl. 19:30. Skráning á staðnum eða sendið sms í 6900 595.

Spilað verður “lucky draw” einn vanur og einn óvanur saman í tvímenning. Spilað verður 501.

Keppnisgjald Kr. 1.500,-

Þetta er styrktarmót fyrir Landsliðið í Pílu.

KALDI á tilboði meðan á keppni stendur !!

Opna Kaldamótið á Facebook

 

Akureyri

17 júlí

Jóhanna verður með mikið gaman, mikið grín í kvöld. Allir sem vettlingi geta valdið og mætið á fyrsta styrktarmót Jóu en hún er á leið með landsliði Íslands á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Tyrklandi næsta haust. Lágmarksgjald er kr. 1.500-2.000 og vinningar í boði.

Styrktarmót Jóhönnu á Facebook

20 júlí

María verður með MEIRIHÁTTAR vinningar á GEGGJUÐU bingói. VEGLEG verðlaun!!! Endilega komdu með þig og þína og hjálpaðu mér að komast á HM í pílukasti í október 2015. Sjáumst vonandi sem flest 🙂

 Styrktarmót Maríu á Facebook