Tilkynning frá landsliðsþjálfara U18


 

Minni á íslandsmót unglinga sem verður haldið 27. desember í nýju aðstöðunni í Reykjanesbæ.

Ég ætla að hafa æfingar/kynningar fyrir unglinga á Tangarhöfða 2, RKV næstkomandi fimmtudag frá 16:30 til 18:30 og síðan í Reykjanesbæ á laugardaginn frá 13:00 til 15:00.

Allir velkomnir að mæta og prófa eða æfa sig í pílu. Foreldrar eru velkomnir með. Það verða nóg af auka pílusettum á svæðinu, þannig að það á ekki að stoppa neinn.

Gert er ráð fyrir að við sendum aftur unglingalandslið erlendis árið 2018 og um að gera að byrja strax á undirbúningnum og byrja að kasta. Síðast sendum við eingöngu stráka og vonandi sýna stúlkur þessu áhuga núna og við sendum fullt lið erlendis.

Áfram pílukast á Íslandi.

-Pétur R. Guðmundsson (823-7772)