Tímamót í sögu pílukasts á Íslandi – Fyrsti unglingalandsliðsþjálfarinn ráðinn til starfa hjá ÍPS.

Tímamót í sögu pílukasts á Íslandi 

Fyrsti unglingalandsliðsþjálfarinn ráðinn til starfa hjá ÍPS. 

 

Pétur Rúðrik Guðmundsson var á dögunum ráðin unglingalandsliðsþjálfari hjá ÍPS. Starfssvið hans felur í sér að auka veg pílukasts á Íslandi og vekja áhuga á pílu hjá U-18.

Pétur í samstarfi við ÍPS mun setja upp ramma fyrir æfingar, og skipuleggja keppnir sem stuðla að því að hægt sé að velja landslið U18 í pílukasti.

Val á landsliði verður í höndunum á landsliðsþjálfara og mun æfingarsókn sem og árangur í keppnum á vegum ÍPS fyrir U-18 vera notaðar við val á leikmönnum til landsliðs.

Pétur mun sjá til þess að æfingar verði auglýstar vel, stefnt er að hafa æfingar á Akureyri, Reykjavík, Grindavík og Reykjanesbæ. 

Einnig ef áhugi er fyrir að hafa æfingu á austurlandi, þá verður reynt að verða við því.  

Landslið U-18 samanstendur af 4 drengjum og 2 stúlkum. 

 20160804_215304

Pétur mun einnig í samstarfi við ÍPS halda Íslandsmót U-18 árlega. 

Íslandsmót U-18 verður 17. Desember næstkomandi í Reykjanesbæ.

Facebook síða U-18