U-18 UMFÍ helgin

U-18 fréttir

Um helgina var haldið Landsmót UMFÍ í Borgarnesi, við mættum með 4 bása og vorum með opið hús fyrir gesti og gangandi. Krakkar á aldrinum 11 – 18 ára fengu að keppa í 9 pílu keppni þar sem markmiðið var að skora sem hæðst stig með 9 pílum.

Stöðugur reitingur af fólki var báða dagana, og heppnaðist helgin mjög vel. Það semmtilega við þetta fyrirkomulag er að krakkarnir komu nokkur skipti yfir daginn og reyndu að bæta metið sitt. Krakkarnir voru líka duglegir að keppa sín á milli og skora á foreldra sína í örkeppnir.

Hér má sjá úrslit beggja daga:

Laugardagur:

1. sæti – Alex Máni með 241 stig
2. sæti – Gyða Dröfn með 226 stig
3. sæti – Ævar Örn með 198 stig

Sunnudagur:

1. sæti – Alex Máni með 252 stig
2. sæti – Kjartan Gauti 215 stig
3. sæti – Kristófer 200 stig

Sigurvegari myndaleiksins er dagur14 með þessa mynd,

Screen Shot 2016-08-03 at 10.06.46haft verður samband við vinninghafa og hlýtur hann fjölskyldupílusett frá Winmau í verðlaun.

 

Myndir frá helginni má finna hér (hægt er að hafa samband á dart@dart.is ef þú villt mynd fjarlægða eða senda í betri upplausn til þín)

Sérstakar þakkir fá Pétur Rúðrik, Vitor Charrua, Sigurjón Haukson, Ágúst Bjarnason og Hallgrímur Egilsson fyrir að mæta og aðstoða.