Úrvalsdeildin í Pílukasti á Sport Tv

Úrvalsdeildin í pílukasti 2018 heldur áfram en 2. umferð verður spiluð þann 7. febrúar. Spilað verður í Shake&Pizza Egilshöll og mun SportTV sýna alla leiki í beinni útsendingu á rás 13 hjá Sjónvarp Símans og rás 29 hjá Vodafone IS. Einnig verður sýnt á Facebook síðum Live Darts Iceland og Sporttv.

8 spilarar hafa verið valdir til að taka þátt og munu 4 leikir verða sýndir í beinni í hverri umferð. 4 stigahæstu spilararnir að lokinni einni umferð komast síðan á lokakvöldið þar sem keppt er um meistaratitilinn!

Leikir byrja um 20.15

Jobbi Isaias vs Vitor Charrua
Sigurður vs Þorgeir
Einar Moller vs Pétur Rúðrik
Halli Egils vs Throstur

Sigurvegari hvers leiks er sá sem er á undan að vinna 6 leggi. Til þess að vinna legg þarftu að vera á undan andstæðingnum að klára 501 stig og þarf sigurpílan í hverjum legg að hitta tvöfaldan reit (ysta hringinn)

Við hvetjum alla til að mæta í Shake&Pizza og fylgjast með íslensku pílukasti!

ATH! Þetta er ekki mót á vegum Í.P.S, við fögnum þessu gríðarlega og hlökkum mikið til að fylgjast með. #áframpílukast