Vegna vals á kvennalandsliði Íslands á Evrópumóti í Hollandi 2016

Röðunarmót fyrir Evrópumót féll niður vegna dræmrar mætingar, sem virkjar þar að leiðandi klausu nr. 6 í reglum fyrir evrópumót 2016.

 

  1. Fyrirvari og athugasemdir Reglurnar eiga við Evrópumót 2016. ÍPS áskilur sér rétt til að gera nauðsynlegar breytingar af ófyrirsjáanlegum ástæðum. Ef sérstakar ástæður gefa tilefni til frávika áskilur stjórn ÍPS (í samráði við landsliðsþjálfara) sér rétt til þess að velja einn keppanda í landslið eða einn keppanda til þátttöku á röðunarmóti (af hvoru kyni). Skal slíkri ákvörðun fylgja rökstuðningur og hann birtur tímanlega. Ef ekki tekst að fylla landslið samkvæmt reglunum getur stjórn ÍPS valið keppendur sem vantar.

 

Tvær konur höfðu sagt já við að mæta á röðunarmót og fengu þær því boð um landsliðssæti sem þær þáðu, það eru þær Elinborg Björnsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir.

 

Til þess að fylla í liðið var nefnd var sett saman vegna vals á konum í landslið á EM 2016 sem að ekki komust á röðunarmótið, nefndin samanstóð af jafn mörgum einstaklingum að norðan og sunnan.

3 konur gáfu kost á sér í liðið og voru það Ólafía Guðmundsdóttir, Jóhanna Bergsdóttir og Petrea Kr. Friðriksdóttir.

Skoðað var hvernig framistaða þeirra hefur verið á þeim mánuðum sem að töldu til stiga fyrir röðunarmót sem féll niður vegna dræmrar mætingar.

Þetta val var ekki auðvelt, því að allar þrjár konurnar hafa verið að standa sig vel.

12 mánuðir gilda til stigatalningar, en bara 10 bestu telja inn á röðunarmót og var staða svohljóðandi þegar stig voru talin fyrir EM:

 

Jóhanna var efst á stigalista norðurlands.

Ólafía var í öðru sæti á stiga norðurlands

Petrea var í fjórða sæti á stigalista suðurlands.

Ef að röðunarmót hefði verið haldið hefði Jóhanna komið inn með 3 stig, Ólafía með 2 stig og Petrea með 0.

Allt getur gerst á röðunarmóti og er því erfitt að segja til um hvernig loka staða stiga hefði verið ef að mætingu hefði verið fullnægt.

Niðurstaða nefndar liggur fyrir, og eru það Ólafía Guðmundsdóttir og Jóhanna Bergsdóttir sem að fengu sæti í kvennalandsliði Íslands á EM. Innilegar hamingjuóskir báðar tvær.

Landslið Íslands á EM 2016 skipar því:

Karlar:

Hallgrímur Egilsson

Þorgeir Guðmundsson

Vitor Charrua

Þröstur Ingimarsson

Konur:

Elinborg Björnsdóttir

Ingibjörg Magnúsdóttir

Jóhanna Bergsdóttir

Ólafía Guðmundsdóttir

 

Við fögnum allri umræðu, jákvæðri sem neikvæðri, netfangið okkar er dart@dart.is.