15 íslenskir pílukastarar tóku þátt um helgina á WDF mótinu Swedish Open / Masters 2023. Ingibjörg Magnúsdóttir og Kitta Einarsdóttir fengu drauma-mótherja í tvímenning þegar þær mættu heimsmeistaranum Beau Greaves og Deta Hedman. Ingibjörg og Kitta gerðu sér lítið fyrir og unnu tvo leggi gegn þeim en sættu sig á endanum við 4-2 tap.
Karl Helgi, Haraldur Birgis og Vitor Charrua komust lengst í karlaflokki, eða í 32. manna úrslit
Ingibjörg og Árdís Sif fóru lengst í kvennaflokki – 32 manna úrslit.
Í tvímenning fóru Árdís og Brynja Herborg alla leið í 16 manna úrslit í kvennaflokki og Karl Helgi og Hallgrímur Hannesson gerðu slíkt hið sama í karlaflokki.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir í boði Godartspro.com & af Facebook-síðu Kittu Einars.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…