Fréttir

15 Íslendingar á Swedish Open

15 íslenskir pílukastarar tóku þátt um helgina á WDF mótinu Swedish Open / Masters 2023. Ingibjörg Magnúsdóttir og Kitta Einarsdóttir fengu drauma-mótherja í tvímenning þegar þær mættu heimsmeistaranum Beau Greaves og Deta Hedman. Ingibjörg og Kitta gerðu sér lítið fyrir og unnu tvo leggi gegn þeim en sættu sig á endanum við 4-2 tap.

Karl Helgi, Haraldur Birgis og Vitor Charrua komust lengst í karlaflokki, eða í 32. manna úrslit

Ingibjörg og Árdís Sif fóru lengst í kvennaflokki – 32 manna úrslit.

Í tvímenning fóru Árdís og Brynja Herborg alla leið í 16 manna úrslit í kvennaflokki og Karl Helgi og Hallgrímur Hannesson gerðu slíkt hið sama í karlaflokki.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir í boði Godartspro.com & af Facebook-síðu Kittu Einars.

Kitta og Beau Greaves mættust í einmenning þar sem Beau hafði betur
Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

12 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago