Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu í 2. umferð Novis deildarinnar. Fyrirkomulag uppröðunnar er þannig að fyrst er leikmanni raðað útfrá því hvort hann komst upp um deild eða féll niður um deild í síðustu umferð (fyrstu 2 og síðustu 2 sæti). Þvínæst er nýjasta meðaltal leikmanns notað, þannig getur leikmaður farið upp eða niður um fleiri en eina deild.
Grænu hringirnir tákna að leikmaður komst upp um amk eina deild og rauðu þríhyrningarnir tákna að leikmaður datt niður um amk eina deild. Við vekjum líka athygli á að stjórn ÍPS samþykkti að þeir leikmenn sem ekki komust á mótstað í 1. umferð vegna ófærðar fengu að halda meðaltali sínu eina auka umferð. ÍPS áskilur sér rétt á að gera breytingar á deildum ef þurfa þykir, t.d. vegna forfalla.
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…