Fréttir

Aðalfundur ÍPS 2021

Stjórn ÍPS boðar hér með til aðalfundar þann 29. ágúst næstkomandi að Tangarhöfða 2, og á Skype klukkan 16:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    • Reikningar bornir undir atkvæði
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum
    • Lagabreytingar bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 9 grein sambandsins.
  8. Aðrar tillögur – Þær bornar undir atkvæði

Allar tillögur til lagabreytinga skulu berast ÍPS á dart@dart.is að lágmarki 7 dögum fyrir aðalfund ef þær eiga að vera teknar til umræðu á fundinum og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sambandsins.

Kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála.

Tillögur að lagabreytingum verða kynntar og verður kosið um þær á fundinum. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar tillögur og sendið á dart@dart.is athugasemdir ef einhverjar eru 3 dögum fyrir fundinn.

Lagabreytingatillögur frá 2019, höfundur Ingibjörg Magnúsdóttir: SMELLA HÉR

Breytingartillögur frá 2021, höfundar Matthías Örn og Hallgrímur Egilsson: SMELLA HÉR

ipsdart

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago