Fréttir

Aðalfundur ÍPS 2021

Stjórn ÍPS boðar hér með til aðalfundar þann 2. júní næstkomandi að Tangarhöfða 2, og á Skype klukkan 18:30.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    • Reikningar bornir undir atkvæði
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum
    • Lagabreytingar bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 9 grein sambandsins.
  8. Aðrar tillögur – Þær bornar undir atkvæði

Allar tillögur skulu berast ÍPS á dart@dart.is að lágmarki 7 dögum fyrir aðalfund ef þær eiga að vera teknar til umræðu á fundinum og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sambandsins.

Kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála.

Tillögur að lagabreytingum verða kynntar og verður kosið um þær á fundinum. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar tillögur og sendið á dart@dart.is athugasemdir ef einhverjar eru 3 dögum fyrir fundinn.

Lagabreytingatillögur frá 2019, höfundur Ingibjörg Magnúsdóttir: SMELLA HÉR

Breytingartillögur frá 2021, höfundar Matthías Örn og Hallgrímur Egilsson: SMELLA HÉR

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago