Fréttir

Aðalfundur ÍPS 2022

Stjórn ÍPS boðar hér með til aðalfundar þann 5. maí næstkomandi að Tangarhöfða 2, og á Skype klukkan 19:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    • Reikningar bornir undir atkvæði
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum
    • Lagabreytingar bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 9 grein sambandsins.
  8. Aðrar tillögur – Þær bornar undir atkvæði

Allar tillögur til lagabreytinga skulu berast ÍPS á dart@dart.is að lágmarki 5 dögum fyrir aðalfund ef þær eiga að vera teknar til umræðu á fundinum og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sambandsins.

Kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála. Hægt verður að kjósa á Skype en einunings ef einn eða fleiri stjórnarmeðlimir viðkomandi aðildarfélags séu á staðnum til að sjá um kosninguna og staðfesta úrslit hennar.

Skv. lögum ÍPS verður kosið um forseta og ritara ÍPS, ásamt varamanni á aðalfundi 2022 og er kosið til næstu tveggja ára.

ipsdart

Recent Posts

Tilkynning varðandi umsókn fyrir Masters og Íslandsmót í Cricket

Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…

1 vika ago

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

2 vikur ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

3 vikur ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

4 vikur ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

4 vikur ago