Categories: Fréttir

Aðalfundur ÍPS 2023

Stjórn ÍPS boðar hér með til aðalfundar þann 5. janúar 2023 að Tangarhöfða 2, og á Skype klukkan 19:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Gjaldkeri leggur fram skoðaða reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
    • Reikningar bornir undir atkvæði
  5. Ákvörðun árgjalds
  6. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum
    • Lagabreytingar bornar undir atkvæði
  7. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðanda skv. 9 grein sambandsins.
  8. Aðrar tillögur – Þær bornar undir atkvæði

Allar tillögur til lagabreytinga skulu berast ÍPS á dart@dart.is að lágmarki 5 dögum fyrir aðalfund ef þær eiga að vera teknar til umræðu á fundinum og verða þær aðgengilegar á heimasíðu sambandsins.

Kosningar á aðalfundi skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála. Hægt verður að kjósa á Skype en einunings ef einn eða fleiri stjórnarmeðlimir viðkomandi aðildarfélags séu á staðnum til að sjá um kosninguna og staðfesta úrslit hennar.

Skv. lögum ÍPS verður kosið um varaforseta, gjaldkera og meðstjórnanda til næstu tveggja ára og einnig er kosinn varamaður og endurskoðandi reikninga til eins árs.

Núverandi forseti sambandsins hefur ákveðið að segja af sér frá og með næsta aðalfundi og því mun einnig vera kosning um forseta sambandsins á fundinum.

Skype tengill fyrir fundinn: https://join.skype.com/Goi77wHewtY6

ipsdart

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago