Fréttir

Aðalfundur Íslenska Pílukastsambandsins 2024

Íslenska Pílukastsambandið boðar til aðalfundar þann 17.janúar kl 19:00 í húsakynnum Eignarrekstrar að Krókhálsi 5A.


Skipulag fundarins fer fram samkvæmt sjöundu grein laga ÍPS og mun nánari dagskrá verða kynnt síðar.
Kosið verður um eftirfarandi stöður til næstu tveggja ára og skulu framboð berast eigi síðar en 10.janúar.

  • Formaður
  • Ritari
  • Varaformaður
  • Gjaldkeri
  • Tveir meðstjórnendur

Óski aðildarfélög eða meðlimir ÍPS að tiltekin mál fái sérstaka umfjöllun á fundinum skulu
þau berast til stjórnar á dart@dart.is eigi síðar en 10.janúar.

Málefni sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin til málsmeðferðar á fundinum.

Tillögur að lagabreytingum ÍPS

Stjórn leggur fram viðamiklar lagabreytingar að lögum ÍPS í öllum liðum.
Með þeirri vinnu sem átt hefur sér stað að fá pílukast viðurkennda sem íþrótt af hálfu ÍSÍ telur Stjórn nauðsynlegt að betrumbæta laga- og reglu umgjörð ÍPS nær því regluverki sem sérsambönd ÍSÍ starfa innan.

Þetta er liður í því hlutverki að aðlagast og auðvelda samþykki ÍPS sem sérsamband innan vébanda ÍSÍ þegar að næsta Aðalþing ÍSÍ fer fram árið 2025.

Drög þessi byggjast á lögum sérsambands sem er nú þegar með aðild að ÍSÍ. Greinargerðum hefur verið breytt og orðalag lagfært að núverandi lögum ÍPS auk þess sem nýjum lagargreinum hefur verið bætt við og öðrum hliðrað til.

Núverandi Lög ÍPS
Tillögur stjórnar ÍPS að lagabreytingum
Útskýringar og röksemdarfærslur fyrir lagabreytingum

Tillögur að uppfærðum Keppnis- og mótareglum ÍPS


Stjórn hefur einnig yfirfarið Keppnis- og mótareglur sambandsins og sett þær upp á skýrari og einfaldari máta. Búið er að gefa öllum köflum yfirheiti til skilgreiningar og auðvelt er að vísa í allar reglugreinar skv nýju skipulagi.


Núverandi Keppnis- og mótareglur ÍPS
Uppfærðar Keppnis- og mótareglur ÍPS 2024


Búið er að merkja helstu áherslubreytingar í uppfærðum Keppnis- og mótareglum með rauðum lit til einföldunar.


Stjórn leggur áherslu á að Aðildarfélög og allir meðlimir ÍPS kynni sér þessar breytingar til hlítar og komi ábendingum og breytingartillögum til stjórnar á dart@dart.is í síðasta lagi 10.janúar.

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

2 dagar ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

1 vika ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 vikur ago