ÍPS hefur ákveðið að setja af stað afrekshóp ÍPS sem hefur göngu sína á næsta ári. Afrekshópurinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa metnað og vilja til að leggja á sig það sem þarf til að verða betri í píluksti og til þess að hjálpa ÍPS að koma Íslandi á kortið í pílukastheiminum. Umgjörðin utan um slíka spilara hefur hingað til ekki verið til en með afrekshópnum er ætlað að breyta því.
Afrekshópurinn er ætlaður fyrir alla aldurshópa og jafnt fyrir karla sem konur.
Notast verður við kerfi frá www.godartspro.com sem er sérsniðið fyrir slíkan hóp.
Afrekshópurinn er eitt ár í senn og kostar 10 þúsund krónur á ári að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan en millifærslan staðfestir skráningu. Hægt er að millifæra á reikning ÍPS: kt. 470385-0819 rn. 0301-26-014567
Þjálfarar afrekshópsins verða Matthías Örn Friðriksson (PFG), Pétur Rúðrik Guðmundsson (PFG) og Jesper Sand Poulsen (PFF).
Skráða spilara er hægt að sjá með því að smella HÉR
Skráning hér fyrir neðan
Fyrsta píluþingi ÍPS lauk í gær um 16:00 en þetta var í fyrsta skipti sem…
ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og…
Sæl kæru félagsmenn/konur og annað píluáhugafólk. Næstkomandi laugardag 8. mars verður haldið Píluþing ÍPS í…
Önnur og þriðja umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík, aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur og…
Um Íslandsmótið 2025 Íslandsmót 501 í pílukasti verður haldið á Bullseye laugardaginn 15. mars (einmenningur)…