Afrekshópur ÍPS 2021

ÍPS hefur ákveðið að setja af stað afrekshóp ÍPS sem hefur göngu sína á næsta ári. Afrekshópurinn er hugsaður fyrir alla þá sem hafa metnað og vilja til að leggja á sig það sem þarf til að verða betri í píluksti og til þess að hjálpa ÍPS að koma Íslandi á kortið í pílukastheiminum. Umgjörðin utan um slíka spilara hefur hingað til ekki verið til en með afrekshópnum er ætlað að breyta því.

Afrekshópurinn er ætlaður fyrir alla aldurshópa og jafnt fyrir karla sem konur.

Notast verður við kerfi frá www.godartspro.com sem er sérsniðið fyrir slíkan hóp.

  • Þjálfarar úthluta æfingum og fylgjast með tölfræði.
  • Aðgangur að öllum þeim æfingum sem síðan bíður uppá.
  • Þjálfarar geta haft bein samskipti við einstaka spilara eða hópinn allan
  • Áskoranir fyrir allan hópinn
  • Aðgangur að tölfræði allra í hópnum til samanburðar

Afrekshópurinn er eitt ár í senn og kostar 10 þúsund krónur á ári að taka þátt. Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan en millifærslan staðfestir skráningu. Hægt er að millifæra á reikning ÍPS: kt. 470385-0819 rn. 0301-26-014567

Þjálfarar afrekshópsins verða Matthías Örn Friðriksson (PFG), Pétur Rúðrik Guðmundsson (PFG) og Jesper Sand Poulsen (PFF).

Skráða spilara er hægt að sjá með því að smella HÉR

Skráning hér fyrir neðan

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

1 dagur ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago