Fréttir

Framhalds-aðalfundur ÍPS

Stjórn ÍPS boðar hér með til framhalds-aðalfundar þann 26. janúar 2023 að Tangarhöfða 2 og á vefnum (hlekkur birtur síðar) kl 19:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Kosning til Formanns, Varaformanns og Gjaldkera.
  3. Önnur mál.

Stjórn ÍPS óskar eftir framboðum í hlutverk Formanns, Varaformanns og Gjaldkera og skorar á félagsmenn að leggjast undir feld og íhuga framboð. Framboðsfrestur rennur út þann 23.janúar og skulu framboð berast á dart@dart.is

Skv. 9.grein laga  ÍPS verður kosið um hlutverkin til tveggja ára en hlutverk um Formanns verður kosið aftur á næsta ári (2024) skv grein 9.1

Kosningar skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála. Hægt verður að kjósa á vefnum en einungis ef einn eða fleiri stjórnarmeðlimir viðkomandi aðildarfélags séu á staðnum til að sjá um kosninguna og staðfesta úrslit hennar.

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago