Fréttir

Framhalds-aðalfundur ÍPS

Stjórn ÍPS boðar hér með til framhalds-aðalfundar þann 26. janúar 2023 að Tangarhöfða 2 og á vefnum (hlekkur birtur síðar) kl 19:00.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Kosning til Formanns, Varaformanns og Gjaldkera.
  3. Önnur mál.

Stjórn ÍPS óskar eftir framboðum í hlutverk Formanns, Varaformanns og Gjaldkera og skorar á félagsmenn að leggjast undir feld og íhuga framboð. Framboðsfrestur rennur út þann 23.janúar og skulu framboð berast á dart@dart.is

Skv. 9.grein laga  ÍPS verður kosið um hlutverkin til tveggja ára en hlutverk um Formanns verður kosið aftur á næsta ári (2024) skv grein 9.1

Kosningar skulu vera leynilegar sé þess óskað, annars úrskurðuð með handauppréttingu. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum allra mála. Hægt verður að kjósa á vefnum en einungis ef einn eða fleiri stjórnarmeðlimir viðkomandi aðildarfélags séu á staðnum til að sjá um kosninguna og staðfesta úrslit hennar.

ipsdart

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago