Fréttir

Brynja Herborg og Alexander Veigar eru sigurvegarar RIG 2023

Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games árið 2023. Brynja lagði Steinunni Dagnýju í úrslitaleik kvenna 4-1 og Alexander sigraði Matthías í gríðarlega spennandi úrslitaleik 5-4. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Alexander og Brynja hafa með sigrinum tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst ásamt því að fá boð á WDF World Masters þar sem þau geta unnið sér sæti á WDF World Championship!

Alls tóku 86 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 3. febrúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Reykjavík.

Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.

Alexander Veigar
Brynja Herborg
Matthías Örn Friðriksson – 2. sæti
Steinunn Dagný – 2. sæti
Kristján Sigurðsson – 3.-4. sæti
Vitor Charrua – 3.-4. sæti
Kristín Einarsdóttir – 3.-4. sæti
Petrea KR – 3.-4. sæti
Kamil Mocek
Brynjar Bergþórsson
Atli Kolbeinn
Brynjar Freyr
Sandra Dögg
Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

12 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago