Fréttir

Brynja Herborg og Alexander Veigar eru sigurvegarar RIG 2023

Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games árið 2023. Brynja lagði Steinunni Dagnýju í úrslitaleik kvenna 4-1 og Alexander sigraði Matthías í gríðarlega spennandi úrslitaleik 5-4. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Alexander og Brynja hafa með sigrinum tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst ásamt því að fá boð á WDF World Masters þar sem þau geta unnið sér sæti á WDF World Championship!

Alls tóku 86 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 3. febrúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Reykjavík.

Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.

Alexander Veigar
Brynja Herborg
Matthías Örn Friðriksson – 2. sæti
Steinunn Dagný – 2. sæti
Kristján Sigurðsson – 3.-4. sæti
Vitor Charrua – 3.-4. sæti
Kristín Einarsdóttir – 3.-4. sæti
Petrea KR – 3.-4. sæti
Kamil Mocek
Brynjar Bergþórsson
Atli Kolbeinn
Brynjar Freyr
Sandra Dögg
Helgi Pjetur

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago