Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games árið 2023. Brynja lagði Steinunni Dagnýju í úrslitaleik kvenna 4-1 og Alexander sigraði Matthías í gríðarlega spennandi úrslitaleik 5-4. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Alexander og Brynja hafa með sigrinum tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst ásamt því að fá boð á WDF World Masters þar sem þau geta unnið sér sæti á WDF World Championship!
Alls tóku 86 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 3. febrúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Reykjavík.
Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…