Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games árið 2023. Brynja lagði Steinunni Dagnýju í úrslitaleik kvenna 4-1 og Alexander sigraði Matthías í gríðarlega spennandi úrslitaleik 5-4. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Alexander og Brynja hafa með sigrinum tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst ásamt því að fá boð á WDF World Masters þar sem þau geta unnið sér sæti á WDF World Championship!
Alls tóku 86 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 3. febrúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Reykjavík.
Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.
Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…
Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…
Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…