Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games árið 2023. Brynja lagði Steinunni Dagnýju í úrslitaleik kvenna 4-1 og Alexander sigraði Matthías í gríðarlega spennandi úrslitaleik 5-4. Leikirnir voru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Alexander og Brynja hafa með sigrinum tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst ásamt því að fá boð á WDF World Masters þar sem þau geta unnið sér sæti á WDF World Championship!
Alls tóku 86 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 3. febrúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Reykjavík.
Kristján Sigurðsson og Vitor Charrua voru í 3. – 4. sæti karla og Petrea KR Friðriksdóttir og Kristín Einarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…