Fréttir

Brynja Herborg og Alexander Veigar vörðu sína titla á RIG 2024

Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games í Pílukasti annað árið í röð en þau voru einnig í fyrsta sæti í fyrra. Brynja lagði Árdísi Sif í úrslitaleik kvenna 4-0 en Brynja náði því einstaka afreki að tapa ekki einum legg í gegnum allt mótið. Alexander sigraði læriföður sinn, Pétur Rúðrik, í hörku úrslitaleik sem fór 5-3. Leikirnir voru í beinni útsendingu frá Laugardalshöllini á Stöð 2 Sport.

Alls tóku 85 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 26.janúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 27.janúar á Bullseye, Reykjavík.

Hörður Þór Guðjónsson og Halli Egils voru í 3. – 4. sæti karla og Svana Hammer og Ólöf Heiða Óskarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.

Svana Hammer, Brynja Herborg og Árdís Sif Guðjónsdóttir
Ólöf Heiða Óskarsdóttir
Halli Egils, Hörður, Alexander og Pétur.
Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

9 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago