Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games í Pílukasti annað árið í röð en þau voru einnig í fyrsta sæti í fyrra. Brynja lagði Árdísi Sif í úrslitaleik kvenna 4-0 en Brynja náði því einstaka afreki að tapa ekki einum legg í gegnum allt mótið. Alexander sigraði læriföður sinn, Pétur Rúðrik, í hörku úrslitaleik sem fór 5-3. Leikirnir voru í beinni útsendingu frá Laugardalshöllini á Stöð 2 Sport.
Alls tóku 85 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 26.janúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 27.janúar á Bullseye, Reykjavík.
Hörður Þór Guðjónsson og Halli Egils voru í 3. – 4. sæti karla og Svana Hammer og Ólöf Heiða Óskarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…