Fréttir

Brynja Herborg og Alexander Veigar vörðu sína titla á RIG 2024

Brynja Herborg og Alexander Veigar Þorvaldsson eru sigurvegarar Reykjavík International Games í Pílukasti annað árið í röð en þau voru einnig í fyrsta sæti í fyrra. Brynja lagði Árdísi Sif í úrslitaleik kvenna 4-0 en Brynja náði því einstaka afreki að tapa ekki einum legg í gegnum allt mótið. Alexander sigraði læriföður sinn, Pétur Rúðrik, í hörku úrslitaleik sem fór 5-3. Leikirnir voru í beinni útsendingu frá Laugardalshöllini á Stöð 2 Sport.

Alls tóku 85 keppendur þátt í keppninni í ár en undanriðlar fóru fram föstudaginn 26.janúar og svo útsláttarkeppni laugardaginn 27.janúar á Bullseye, Reykjavík.

Hörður Þór Guðjónsson og Halli Egils voru í 3. – 4. sæti karla og Svana Hammer og Ólöf Heiða Óskarsdóttir lentu í 3. – 4. sæti kvenna.

Svana Hammer, Brynja Herborg og Árdís Sif Guðjónsdóttir
Ólöf Heiða Óskarsdóttir
Halli Egils, Hörður, Alexander og Pétur.
Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

Dartung 4 – Úrslit og stigameistarar 2024 krýndir.

4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…

24 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

4 vikur ago

Úrslit í Íslandsmóti 301 – 2024

Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…

1 mánuður ago

Íslandsmótið í 301 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 301 en keppt…

2 mánuðir ago