ÍPS skrifaði undir á dögunum samninga við Brynju Herborgu Jónsdóttur og Pétur Rúðrik Guðmundsson um þjálfun unglingalandsliða stúlkna og drengja í pílukasti. Mikil gróska er í unglingastarfi ÍPS um þessar mundir og voru um 50 stúlkur og drengir sem tóku þátt á Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is á árinu sem er að líða en mótaröðin er fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 9-18 ára.
U18 landslið drengja hefur verið undir handleiðslu Péturs undanfarin ár og hefur liðið farið reglulega út að keppa á mótum, bæði á vegum World Darts Federation (WDF) og Junior Darts Corporation (JDC), nú seinast til Ungverjalands þar sem keppt var á Evrópumóti unglinga sem haldið er af WDF.
U18 landslið stúlkna hefur ekki tekið þátt í neinum mótum hingað til og ekki fengist keppendur til að taka þátt en með ráðningu Brynju verður stefnt að uppbyggingu afreksstarfs stúlkna í pílukasti og bindur ÍPS miklar vonir til að fleiri stúlkur byrji að stunda íþróttina á næstu misserum.
PingPong.is hefur verið aðal styrktaraðili unglingapílunnar undanfarin ár og þakkar ÍPS þeim kærlega fyrir áframhaldandi stuðning og biðlar einnig til þeirra sem hafa áhuga á að styrkja unglingastarf sambandsins að hafa samband á dart@dart.is
Á myndinni má sjá forseta ÍPS, Matthías Örn, skrifa undir samning við Brynju og Pétur á Bullseye í byrjun desember.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…