ÍPS skrifaði undir á dögunum samninga við Brynju Herborgu Jónsdóttur og Pétur Rúðrik Guðmundsson um þjálfun unglingalandsliða stúlkna og drengja í pílukasti. Mikil gróska er í unglingastarfi ÍPS um þessar mundir og voru um 50 stúlkur og drengir sem tóku þátt á Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is á árinu sem er að líða en mótaröðin er fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 9-18 ára.
U18 landslið drengja hefur verið undir handleiðslu Péturs undanfarin ár og hefur liðið farið reglulega út að keppa á mótum, bæði á vegum World Darts Federation (WDF) og Junior Darts Corporation (JDC), nú seinast til Ungverjalands þar sem keppt var á Evrópumóti unglinga sem haldið er af WDF.
U18 landslið stúlkna hefur ekki tekið þátt í neinum mótum hingað til og ekki fengist keppendur til að taka þátt en með ráðningu Brynju verður stefnt að uppbyggingu afreksstarfs stúlkna í pílukasti og bindur ÍPS miklar vonir til að fleiri stúlkur byrji að stunda íþróttina á næstu misserum.
PingPong.is hefur verið aðal styrktaraðili unglingapílunnar undanfarin ár og þakkar ÍPS þeim kærlega fyrir áframhaldandi stuðning og biðlar einnig til þeirra sem hafa áhuga á að styrkja unglingastarf sambandsins að hafa samband á dart@dart.is
Á myndinni má sjá forseta ÍPS, Matthías Örn, skrifa undir samning við Brynju og Pétur á Bullseye í byrjun desember.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…