Landslið

Brynja og Pétur landsliðsþjálfarar U18

ÍPS skrifaði undir á dögunum samninga við Brynju Herborgu Jónsdóttur og Pétur Rúðrik Guðmundsson um þjálfun unglingalandsliða stúlkna og drengja í pílukasti. Mikil gróska er í unglingastarfi ÍPS um þessar mundir og voru um 50 stúlkur og drengir sem tóku þátt á Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is á árinu sem er að líða en mótaröðin er fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 9-18 ára.

U18 landslið drengja hefur verið undir handleiðslu Péturs undanfarin ár og hefur liðið farið reglulega út að keppa á mótum, bæði á vegum World Darts Federation (WDF) og Junior Darts Corporation (JDC), nú seinast til Ungverjalands þar sem keppt var á Evrópumóti unglinga sem haldið er af WDF.

U18 landslið stúlkna hefur ekki tekið þátt í neinum mótum hingað til og ekki fengist keppendur til að taka þátt en með ráðningu Brynju verður stefnt að uppbyggingu afreksstarfs stúlkna í pílukasti og bindur ÍPS miklar vonir til að fleiri stúlkur byrji að stunda íþróttina á næstu misserum.

PingPong.is hefur verið aðal styrktaraðili unglingapílunnar undanfarin ár og þakkar ÍPS þeim kærlega fyrir áframhaldandi stuðning og biðlar einnig til þeirra sem hafa áhuga á að styrkja unglingastarf sambandsins að hafa samband á dart@dart.is

Á myndinni má sjá forseta ÍPS, Matthías Örn, skrifa undir samning við Brynju og Pétur á Bullseye í byrjun desember.

Brynja Herborg, Matthías Örn og Pétur Rúðrik
ipsdart

Recent Posts

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

1 dagur ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

3 dagar ago

Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…

7 dagar ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

1 vika ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

1 vika ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

2 vikur ago